Margrét Sturlaugs hættir þjálfun

Keflvíski körfuboltaþjálfarinn Margrét  Sturlaugsdóttir hefur hætt þjálfun kvennaliðs Breiðabliks í körfubolta en  það gerir hún af heilsufarsástæðum. Hún hefur verið að glíma við erfið veikindi og ætlar að einbeita sér að heilsunni.

Í tilkynningu frá Breiðabliki vill félagið þakka Margréti fyrir vel unnin störf og óskar henni alls hins besta í framtíðinni.