Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Margrét Lára heillaði í Keflavík
Fimmtudagur 21. júní 2007 kl. 14:00

Margrét Lára heillaði í Keflavík

Knattspyrnukonan Margrét Lára Viðarsdóttir heimsótti stelpur í 3. og 4. flokki hjá Keflavík á þriðjudag þar sem hún hélt fyrirlestur og stjórnaði svo æfingu með hópnum á Keflavíkurvelli.

 

Góður rómur var gerður að komu Margrétar og hefur mikill áhugi verið fyrir komum þessa sterka leikmanns um land allt. Það lýsir kannski best áhuganum hjá stelpunum í Keflavík að margar hverjar tóku sér frí frá vinnu til þess að geta verið viðstaddar þegar Margrét Lára kom til Keflavíkur. Margrét verður í eldlínunni með íslenska kvennalandsliðinu sem mætir Serbum í kvöld.

 

VF-mynd/ [email protected]

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024