Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Margrét Kara: Bíó fyrir körfuboltaunnendur á Íslandi
Föstudagur 15. apríl 2016 kl. 15:08

Margrét Kara: Bíó fyrir körfuboltaunnendur á Íslandi

Spáir Njarðvíkursigri í oddaleiknum

Margrét Kara Sturludóttir hefur leikið með bæði Njarðvíkingum og KR á sínum ferli. Hún er af mikilli körfuboltaætt úr Njarðvík og styður að sjálfsögðu frændur sína þá Teit þjálfara og Gunnar formann í baráttunni í kvöld. Hún spáir sigri þeirra grænklæddu í leik mikilla varna í oddaleiknum milli KR og Njarðvík sem hefst klukkan 19:15.

Hvernig fer leikurinn? 
Njarðvík vinnur leikinn með 8 stigum eftir varnarsinnaðan körfuboltaleik. Það liggur mikið undir hjá báðum liðum og spennustigið verður hátt. Mikilvægt er að fá feitt framlag frá allavega 4-5 leikmönnum. Ef Njarðvík heldur áfram að spila þessa stífu vörn og stóru skotin detta niður þá ætti þetta að hafast.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvað þurfa Njarðvíkingar að gera til þess að leggja KR á heimavelli? 
Njarðvík á Odd og Hauk alveg inni í skorinu m.v. síðasta leik. Þeir áttu þó ágætissummu saman í stoðsendingum og spiluðu flotta vörn sem var mjög dýrmætt fyrir Njarðvík í síðasta leik. Maciek, Logi og Atkinson eru allt saman orkuboltar sem hafa gríðarleg áhrif á leikinn.

Hvaða leikmenn munum við sjá stíga upp í þessum stóra leik?
Flautukörfurnar hjá Hauki voru risastórar sem og rándýrir þristar á lokamínútum hjá bakvörðunum; Oddi, Loga og Maciek. Það sem stendur eftir er í raun skemmtanagildið sem fylgir þessari seríu: bíó fyrir körfuboltaunnendur á Íslandi.