Margrét Júlía valin í unglingalandslið Íslands í fimleikum
Margrét Júlía Jóhannsdóttir úr fimleikadeild Keflavíkur mun skipa unglingalandslið kvenna í áhaldafimleikum sem hefur verið valið fyrir næstu þrjú verkefni en verkefnin eru Norðurlandamót unglinga, Gymnova Cup og Top Gym.
Margrét mun taka þátt í tveimur mótum fyrir Íslands hönd á næstunni, Norðurlandamóti unglinga sem verður haldið í rafrænni útfærslu dagana 29. til 31. október og Gymnova Cup sem fer fram í Keerbergen í Belgíu dagan 12. til 14. nóvember.
Frábær árangur hjá Margréti og það verður gaman að fylgjast með henni keppa fyrir Ísland.
Fréttin á vef Fimleikasambands Íslands.