Íþróttir

Margrét Júlía valin í unglingalandslið Íslands í fimleikum
Margrét Júlía stóð sig vel á úrtökumóti unglinga sem fór fram 25. september síðastliðinn. Hún er ein sjö stúlkna sem skipar unglingalandslið kvenna í áhaldsfimleikum. Mynd af Facebook-síðu fimleikadeildar Keflavíkur
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 30. september 2021 kl. 09:28

Margrét Júlía valin í unglingalandslið Íslands í fimleikum

Margrét Júlía Jóhannsdóttir úr fimleikadeild Keflavíkur mun skipa unglingalandslið kvenna í áhaldafimleikum sem hefur verið valið fyrir næstu þrjú verkefni en verkefnin eru Norðurlandamót unglinga, Gymnova Cup og Top Gym.

Margrét mun taka þátt í tveimur mótum fyrir Íslands hönd á næstunni, Norðurlandamóti unglinga sem verður haldið í rafrænni útfærslu dagana 29. til 31. október og Gymnova Cup sem fer fram í Keerbergen í Belgíu dagan 12. til 14. nóvember.

Frábær árangur hjá Margréti og það verður gaman að fylgjast með henni keppa fyrir Ísland.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Fréttin á vef Fimleikasambands Íslands.