Íþróttir

Margrét Guðrún slæst eins og stelpa
Sunnudagur 14. janúar 2018 kl. 06:00

Margrét Guðrún slæst eins og stelpa

-Hnefaleikakona ársins hefur unnið allar innlendar viðureignir sínar og er tilbúin í áskoranir næstu ára

Margrét Guðrún Svavarsdóttir var valin „Hnefaleikakona ársins“ hjá Hnefaleikasambandi Íslands en hún æfir með Hnefaleikafélagi Reykjaness. Margrét er aðeins nítján ára gömul og er núverandi Íslandsmeistari í -75 kg flokki kvenna þar sem hún hefur unnið allar innlendar viðureignir sínar.

Hvernig er að fá allar þessar viðurkenningar eftir frábært ár hjá þér?
„Þetta er svolítið skrítið en ótrúlega skemmtilegt á sama tíma.“

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hvað finnst þér standa upp á árinu?
„Að fá að keppa á Norðurlandamótinu í Danmörku í apríl, það var allavega ný upplifun.“

Hvaða sigur var sætastur?
„Ég er ekki viss, þeir eru allir sætir.“

Hvernig er að æfa með HFR?
„Það er mjög gaman, gott og skemmtilegt fólk þar. Svo er það stór plús að það er alltaf einhver nýr að byrja að æfa.“

Hvernig sérðu næstu ár fyrir þér?
„Markmiðið mitt er bara að halda mínu striki og reyna enn betur. Ég er ekki viss hvað næstu ár munu bjóða upp á en ég er til.“

Hver er lykillinn að því að ná svona góðum árangri?
„Áhugi og þolinmæði.“

Hvað er það sem heillar þig við hnefaleikanna?
„Þetta er svo mikil útrás.“

Slæstu eins og stelpa?
„Auðvitað!“