Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Margir bestu glímumenn landsins á Sleipnir Open
Mánudagur 22. október 2012 kl. 08:11

Margir bestu glímumenn landsins á Sleipnir Open

Judodeíld UMFN Sleipnir hélt glímumótið Sleipnir Open í annað sinn sunnudaginn 21. október. Mótið var haldið í Akurskóla og margir af bestu glímumönnum og konum landsins voru þar mætt að etja kappi. Keppt var eftir svokölluðu „submission only” fyrirkomulagi en það þýðir að til að sigra glímuna þurfti að knýja andstæðing sinn til uppgjafar með liðamótalás eða heningartaki.

Mótið fór vel fram og var sótt af iðkendum Sleipnis, Mjölnis, Team Predro Sauer og hinu nýstofnaða Full Circle Jiu Jitsu. Mótstjórn vonar að allir hafi haft gagn og gaman af og vonandi safnað smá reynslu fyrir Íslandsmótið sem er eftir 4 vikur. Veitt voru verðlaun fyrir sigur í opnum flokki kvenna, karla og opnum flokki, glímu mótsins og „submission” mótsins

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Úrslit

Karlar flokkur 1
1. Aron Elvar Zoega Jónson, Team Pedro Sauer
2. Aron Elvar Zoega Jónson, Team Pedro Sauer
3. Ómar Yamak, Mjölnir

Karlar flokkur 2
1. Björn Lúkas Haraldsson, Sleipnir

2. Björn Vilberg Jónsson, Mjölnir
3. Petur Jonasson, Mjölnir

Karlar flokkur 3
1. Hjörtur Ólafsson, Team Pedro Sauer
2. Elías Kjartan Bjarnason, Full Circle Jiu Jitsu
3. Birkir Freyr Guðbjartsson, Sleipnir

Karlar flokkur 4
1. Guðmundur Stefán Gunnarsson, Sleipnir

2. Brynjar Örn Ellertsson, Mjölnir

Karlar opinn flokkur
1. Hjörtur Ólafsson, Team Pedro Sauer
2. Björn Lúkas Haraldsson, Sleipnir
3. Guðmundur Stefán Gunnarsson, Sleipnir          Björn Lúkas er afar efnilegur Grindvíkingur.

Konur flokkur 1
1. Andrea Stefáns, Team Pedro Sauer
2. Ingunn Unnsteinsdóttir, Mjölnir
3. Maríanna Þórðardóttir, Team Pedro Sauer

Konur flokkur 2
1. Auður Ómarsdóttir, Mjölnir
2. Vinga Pálsdóttir, Mjölnir
3. Lára Ósk Eggertsdóttir, Mjölnir

Konur opinn flokkur
1. Auður Ómarsdóttir, Mjölnir
2. Sóley Þrastardóttir, Sleipnir
3. Ingunn Unnsteinsdóttir, Mjölnir

Glíma mótsins
Ingunn Unnsteinsdóttir, Mjölnir gegn Maríönna Þórðardóttur, Team Pedro Sauer

Submission mótsins
“Peruvian Necktie”, Björn Lúkas Haraldsson, Sleipni