Már varð í 11. sæti í kjörinu
Sundmaðurinn Már Gunnarsson úr Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar varð í 11. Sæti í kjöri til Íþróttamanns ársins á Íslandi. Már var kjörinn í íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra.
Már flutti lag við athöfnina í Hörpu þegar útnefning Íþróttamanns ársins fór fram. Már og Ísold systir hans unnu jólalagkeppni Rásar 2 og lagið þeirra, Jólaósk, toppaði svo vinsældalista Rásar 2 í þessari viku en það var í 2. sæti í vikunni á undan.
Einn annar íþróttamaður frá Suðurnesjum fékk stig í kjörinu en það var Jón Axel Guðmundsson, körfuboltamaður úr Grindavík. Hann varð í 17.-18. sæti en 24 íþróttamenn fengu stig í kjörinu.
Íþróttamaður ársins
1. Júlían J. K Jóhannsson, kraftlyftingar – 378
2. Martin Hermannsson, körfubolti – 335
3. Sara Björk Gunnarsdóttir, fótbolti - 289
4. Anton Sveinn McKee, sund – 244
5. Arnar Davíð Jónsson, keila – 218
6. Aron Pálmarsson, handbolti – 158
7. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, frjálsíþróttir – 98
8. Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti – 61
9. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, golf – 55
10. Gylfi Þór Sigurðsson, fótbolti – 53
11. Már Gunnarsson, íþróttir fatlaðra – 30
12. Jóhann Skúlason, hestaíþróttir – 29
13. Helena Sverrisdóttir, körfubolti – 22
14. Ragnar Sigurðsson, fótbolti – 17
15. Haraldur Franklín Magnús, golf – 15
16. Arnór Þór Gunnarsson, handbolti – 13
17-18. Íris Björk Símonardóttir, handbolti – 6
17-18. Jón Axel Guðmundsson, körfubolti - 6
19-20. Kolbeinn Sigþórsson, fótbolti – 5
19-20. Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti – 5
21. Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþraut – 3
22. Elín Metta Jensen, fótbolti – 2
23-24. Guðjón Valur Sigurðsson, handbolti – 1
23-24. Margrét Lára Viðarsdóttir, fótbolti - 1