Már setti tvö Íslandsmet
Már Gunnarsson úr Reykjanesbæ vann til fimm gullverðlauna og setti tvö Íslandsmet á Íslandsmótinu í 50 metra laug hjá Íþróttafélagi fatlaðra á dögunum. Már keppir undir merkjum NES en hann hefur átt frábært ár í lauginni og verið mjög sigursæll.






