Már setti þrjú Íslandsmet í sundi

Sundkappinn Már Gunnarsson setti þrjú Íslandsmet um síðastliðna helgi á Landsbankamóti ÍRB sem fram fór í Sundmiðstöð Keflavíkur. Már náði lágmarki á EM í 50 metra laug á laugardaginn en þar bætti hann sitt eigið met sem hann setti í apríl sl. Lokatími hans var 29,60 og náði hann þar með tíma undir 30 sekúndum í fyrsta sinn, annað metið á laugardaginn var í 50m flugsundi þegar hann synti 100m flugsund, þar bætti hann einnig met frá sjálfum sér sem var einungis sex vikna gamalt. Á sunnudeginum setti hann nýtt Íslandsmet í 100m skriðsundi þegar hann synti á 1,04,71, gamla metið 1,05,65 var frá 1995 og það átti Birkir Rúnar Gunnarsson.

Már hefur núna náð sex lágmörkum fyrir EM fatlaðra sem fer fram í 50m laug.