Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Már með þrjú Íslandsmet á Gullmóti KR
Mánudagur 11. febrúar 2019 kl. 09:59

Már með þrjú Íslandsmet á Gullmóti KR

Sundkappinn Már Gunnarsson ÍRB / NES var í stuði um helgina en hann setti þrjú Íslandsmet á Gullmóti KR.
 
Á laugardaginn bætti hann metið í 100m flugsundi og um leið metið í 50 m flugsundi með frábærum millitíma. Már átti sjálfur metið í 50m flugsundi en metið í 100 metrunum var í eigu Birkirs Rùnars Gunnarssonar frà árinu 1995. 
 
Á sunnudaginn bætti hann síðan metið í 200m flugsundi með mjög öflugu sundi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024