Már keppir á Paralympics í París
Már Gunnarsson mun keppa á Paralympics í París í sumar en það var staðfest af Íþróttasambandi fatlaðra í gær.
IPC úthlutaði Íslandi þremur sætum til þátttöku og það voru þau Már Gunnarson, Thelma Björg Björnsdóttir og Sonja Sigurðurdóttir sem hlutu þessi sæti.
Í fréttatilkynning frá ÍF segir:
„Eftirtalið íþróttafólk hefur hlotið sæti í sundi fyrir Paralympics sem fram fara í París dagana 28. ágúst – 8. september næstkomandi:
Már Gunnarsson – ÍRB/MCRactive Manchester
Sonja Sigurðardóttir – ÍFR
Thelma Björg Björnsdóttir – ÍFR
Við óskum ykkur innilega til hamingju með ykkar íþróttafólk og þennan glæsilega árangur þeirra.“
Frá þessu er greint á Facebook-síðu sundráðs ÍRB