Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Laugardagur 9. mars 2019 kl. 08:00

Már í hópi íþróttafólks sem gerði samning við ÍF

Nýtt blað var brotið í sögu íþrótta fatlaðra á Íslandi í dag þegar Íþróttasamband fatlaðra gerði samninga við fimmtán aðila úr afrekshópi sambandsins. Í fyrsta sinn eru afreksmenn ÍF með virkan samning við sambandið og um leið er þetta metupphæð sem sambandið setur í afreksíþróttafólkið eða rétt tæpar 25 milljónir króna! Í þessum hópi var Suðurnesjamaðurinn Már Gunnarsson, sundkappi.

Íþróttasamband fatlaðra setur alltaf markið hátt en í afreksstefnu sambandsins er það eitt af meginmarkmiðum stefnunnar að eiga alltaf fulltrúa á stórmótum sem geta gert atlögu að verðlaunapalli. Frá stofnun sambandsins 1979 hafa íþróttamenn úr röðum fatlaðra unnið til 98 verðlauna á Ólympíumótum og borið hróður landsins víða fyrir vikið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Þessir samningar við okkar fremsta fólk gera miklar kröfur til allra, til þeirra sem íþróttamanna og okkar sem sambandsaðila og um leið kalla þeir á mikla og góða samvinnu við þjálfara og félög hvers og eins íþróttamanns. Allt er þetta gert til þess að freista þess að ná sem bestum árangri í okkar starfi og keppni. Það er viðeigandi að þetta skuli eiga sér stað á 40 ára afmælisári sambandsins og þetta fyrirkomulag rennir enn styrkari stoðum undir afreksstarf ÍF sem hefur allan þennan tíma notið ómældrar velvildar og samstarfsvilja yfirvalda og öflugra styrktaraðila.“


Samningar voru gerðir við eftirtalda íþróttamenn:

Helgi Sveinsson, frjálsar
Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, frjálsar
Patrekur Andrés Axelsson, frjálsar
Hulda Sigurjónsdóttir, frjálsar
Jón Margeir Sverrisson, frjálsar
Róbert Ísak Jónsson, sund
Már Gunnarsson, sund
Sonja Sigurðardóttir, sund
Thelma Björg Björnsdóttir, sund
Hjörtur Már Ingvarsson, sund
Guðfinnur Karlsson, sund
Hilmar Snær Örvarsson, skíði
Þorsteinn Halldórsson, bogfimi
Arna Sigríður Albertsdóttir, handahjólreiðar