Már Gunnarsson með fimm Íslandsmet
Sundfólk ÍRB var að standa sig vel á Hafsportsmóti Ármanns um síðastliðna helgi, mikið af verðlaunum, talsvert af bætingum og eftirtektarverðum sundum.
Markverðast var samt árangurinn hjá Má Gunnarssyni en hann stórbætti alls fimm Íslandsmet í flokki S12.
Metin setti hann í eftirtöldum greinum: 50m, 100m og 200m baksundi ásamt 100m og 200m skriðsundi.