Már Gunnarsson fimmfaldur Íslandsmeistari
- og með tvö Íslandsmet
Már Gunnarsson varð fimmfaldur Íslandsmeistari og setti jafnframt tvö Íslandsmet um helgina. Íslandsmót fatlaðra fór fram samhliða ÍM 50 hjá SSÍ.
Már varð Íslandsmeistari í 400 m skriðsundi, 100 m baksundi, 200 m fjórsundi, 50 m baksundi og 50 m flugsundi.
Már keppir í flokki S12 og bætti hann Íslandsmetin í 100 m baksundi og 50 m flugsundi.