Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Már gerir það gott í Berlín
Mynd: Facebook- síða Más Gunnarssonar
Fimmtudagur 7. júní 2018 kl. 16:02

Már gerir það gott í Berlín

- Er á leiðinni í tónleikaferðalag

Sundkappinn Már Gunnarsson er staddur í Berlín á opnu sundmóti sem fram fer í gömlu sundlauginni í austur Berlín en Már segir að aðstaðan þar sé frábær. Hann bætti tímann sinn í 200 metra skriðsundi í dag frá íslandsmótinu sem fram fór fyrir stuttu ásamt því bætti hann tímann sinn um tæpar 20 sekúndur í 400 metra fjórsundi. Á morgun mun hann síðan keppa í fimmtíu metra baksundi, 100 metra skriðsundi og 800 metra skriðsundi.

Það sem er framundan hjá hinum fjölhæfa Má er að hann er á leiðinni til Póllands en þar mun hann fara í tónleikaferðalag, ásamt því að taka upp plötu og koma fram á útihátíð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024