Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Mahoney fór á kostum
Fimmtudagur 9. mars 2006 kl. 16:29

Mahoney fór á kostum

Meagan Mahoney fór á kostum er Haukar völtuðu yfir Keflavík 72 – 115 í Sláturhúsinu í IE – deild kvenna í gærkvöldi. Meagan gerði 44 stig fyrir Hauka og tók 22 fráköst, hjá Keflavík var La Barkus atkvæðamest með 25 stig.

Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og höfðu Íslandsmeistararnir yfir að loknum 1. leikhluta 28 – 27. Haukar áttu síðan fínan kafla í 2. leikhluta og komust yfir fyrir leikhlé 42 – 55.

Síðari hálfleikurinn var svo algjörlega í eigu toppliðs Hauka sem fóru að lokum með 43 stiga sigur í Sláturhúsinu.

Eftir leikinn í gær er Keflavík í 3. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Grindavík í 2. sæti en þessi lið mætast í lokaumferð deildarkeppninnar þann 15. mars.

Tölfræði leiksins

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024