Magnús til Sandgerðinga
Magnús Traustason sem leikið hefur með Domino’s deildarliði Keflavíkur frá árinu 2015 hefur gengið til liðs við Reynismenn í Sandgerði.
Magnús lék 145 leiki með Keflavík en styrkir nú Sandgerðinga í 2. deild.
„Maggi gaf alltaf allt í sinn leik, baráttuglaður og klókur leikmaður sem oft var vanmetinn. Hann var gríðarlega mikilvægur hlekkur í okkar liði bæði innan vallar sem utan.
Við hjá Körfuknattleiksdeild Keflavíkur viljum þakka Magga kærlega fyrir hans framlag til körfunnar í Keflavík og óskum honum alls hins besta í framtíðinni,“ segir í frétt frá körfuknattleiksdeildinni á Facebook.