Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 16. febrúar 2005 kl. 12:17

Magnús til Grindavíkur

Magnús Þorsteinsson, knattspyrnumaður sem hefur leikið með Keflavík allan sinn feril, hefur gengið til liðs við Grindavík eftir að hafa lent í útistöðum við Guðjón Þórðarson, þjálfara Keflavíkur. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Mikill styr hefur staðið um mál Magnúsar en nú hefur þeim lokið með vistaskiptunum sem munu ganga í gegn eftir að leikmaðurinn hefur gengið frá sínum málum við Keflavík. Samningur Magnúsar við Keflavík rann út um áramótin.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024