Magnús til Grindavíkur
Magnús Þorsteinsson, knattspyrnumaður sem hefur leikið með Keflavík allan sinn feril, hefur gengið til liðs við Grindavík eftir að hafa lent í útistöðum við Guðjón Þórðarson, þjálfara Keflavíkur. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Mikill styr hefur staðið um mál Magnúsar en nú hefur þeim lokið með vistaskiptunum sem munu ganga í gegn eftir að leikmaðurinn hefur gengið frá sínum málum við Keflavík. Samningur Magnúsar við Keflavík rann út um áramótin.
Mikill styr hefur staðið um mál Magnúsar en nú hefur þeim lokið með vistaskiptunum sem munu ganga í gegn eftir að leikmaðurinn hefur gengið frá sínum málum við Keflavík. Samningur Magnúsar við Keflavík rann út um áramótin.