Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Magnús Þórir í U-21 liði Íslands
Miðvikudagur 24. ágúst 2011 kl. 16:22

Magnús Þórir í U-21 liði Íslands

Eyjólfur Sverrisson þjálfari U21 árs landsliðs Íslands hefur valið sinn fyrsta hóp síðan Evrópumótinu í danmörku lauk í sumar en hann velur 23 leikmenn að þessu sinni. Hópurinn er mikið breyttur enda flestir þeirra sem voru á EM ekki gjaldgengir lengur með liðinu vegna aldurs. Suðurnesjamenn eiga einn fulltrúa í 23. manna hóp en það er Magnús Þórir Matthíasson leikmaður Keflavíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Liðið leikur gegn Belgíu og Noregi í næsta mánuði en leikirnir eru liður í undankeppni EM 2013 og eru fyrstu leikir Íslands. Leikurinnn við Belgíu fer fram á Vodafonevellinum 1. september og gegn Noregi 6. september á Kópavogsvelli. england og Aserbaisdjan eru einnig með Íslandi í riðli.

Hópurinn í heild á ksi.is