Magnús Þórir í Reyni Sandgerði
Knattspyrnumaðurinn Magnús Þórir Matthíasson mun leika með Reynir Sandgerði í sumar, Magnús lék með Víði Garði í fyrra en spilaði lítið vegna meiðsla. Greint er frá þessu á fótbolti.net.
Magnús leikur á kantinum en hefur einnig fært sig í sóknina, leikmaðurinn verður 28 ára gamall á þessu ári og á 129 deildarleiki með Keflavík að baki og hefur skorað 18 mörk með Keflavík.
Reynir Sandgerði leikur í fjórðu deildinni á komandi leiktíð, en liðið féll úr þriðju deildinni síðasta sumar.