Magnús Þór heiðraður fyrir 500 leiki
Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Keflavíkur í körfuknattleik, var heiðraður fyrir leik liðsins gegn ÍR í gærkvöldi Keflavík vann sigur í spennuleik, 87-78.
Magnús lék sinn 500. leik fyrir Keflavík fyrr á tímabilinu og fékk viðurkenningu frá félaginu á þeim tímamótum. Fékk hann teiknaða mynd af sér í ramma sem vafalaust mun sóma sér vel upp á vegg á heimili Magnúsar.
Á tíma sínum hjá Keflavík hefur hann unnið fimm Íslandsmeistaratitla og þrjá bikarmeistaratitla auk fjölda annarra minni titla og einstaklingsviðurkenninga. Magnús og félagar í Keflavík höfnuðu í 5. sæti í Dominos-deildinni og mæta Stjörnunni í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Fyrsti leikur fer fram á fimmtudag í Ásgarði.