Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Magnús Þór Gunnarsson í Grindavík
Föstudagur 23. maí 2014 kl. 11:19

Magnús Þór Gunnarsson í Grindavík

Keflvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson leikur með bikarmeisturum Grindavíkur á næsta tímabili í Domino´s deildinni í körfubolta en þetta staðfesti leikmaðurinn í samtali við Karfan.is. „Ástæða skiptanna er sú að Grindavík hafði samband en það hafa þeir ekki gert áður og ég hafði í raun mikinn áhuga á því að spila fyrir Sverri Þór. Eins hlakka ég til að takast á við nýjar áskoranir og þakka Keflavík fyrir tímann þar,“ sagði Magnús í samtali við vefsíðuna Karfan.is.

Á heimasíðu Keflavíkur birtist í morgun tilkynning þess efnis að Magnús hygðist ekki leika með liðinu á næsta tímabili. „Magnús Þór Gunnarsson mun ekki leika með Keflavík næsta tímabil í Domino´s deildinni. Magnús Þór, sem lék aðeins 11 leiki á síðasta tímabili vegna meiðsla o.fl., tjáði forráðamönnum Keflavíkur þetta í gær. Er Magnúsi Þór þakkaður sá tími sem hann klæddist Keflavíkurbúningnum og honum óskað velfarnaðar í nýju verkefni.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Pálína Gunnlaugsdóttir unnusta Magnúsar leikur sem kunnugt með Grindvíkingum í kvennaboltanum, en hún skipti yfir frá Keflavík fyrir síðasta tímabili. Magnús hefur áður leikið með Njarðvík og auk þess stoppaði hann um stutta stund í Danmörku, þar sem hann lék með liði Aabyhøj í Árósum.