Magnús Ólafsson gerir það gott með KR
Fyrrum Víðismaðurinn Magnús Ólafsson er heldur betur að gera það gott með sínu nýja félagi, KR. Hann hefur nú skorað sex mörk í þremur leikjum með liðinu í deildarbikarnum. Magnús skoraði þrennu í 7:1 sigri á Stjörnunni sl. sunnudag.Magnús var markahæstur í 2. deildinni með Haukum sl. sumar þegar hann skoraði 26 mörk en hann fylgdi þjálfara sínum, Villum Þór Villumssyni, yfir til KR eftir tímabilið.