Magnús og Birna best hjá Keflavík
Magnús Þór Gunnarsson og Birna Valgarðsdóttir voru kjörin bestu leikmenn Keflavíkur veturinn 04/05 á lokahófi körfuknattleiksdeildarinnar á föstudag.
Þá voru Sverrir Þór Sverrisson og Anna María Sveinsdóttir valin bestu varnarmennirnir, og í flokknum "Mestu framfarir" voru þau Jón Norðdal Hafsteinsson og Bryndís Guðmundsdóttir fyrir valinu.
Öll ofantalin voru svo valin í lið ársins 2005 hjá Keflavík.
VF-myndir/Héðinn