Magnús með þrennu gegn Njarðvík
Grindavík sigraði Njarðvík 4-2 í Reykjaneshöllinni í gærkvöldi í leik um 5. sætið í B-deild Fótbolta.net mótsins. Njarðvík komst í 2-0 í leiknum en eftir það hrukku Grindvíkingar í gang og náðu að tryggja sér sigurinn.
Magnús Björgvinsson kom inn á sem varamaður í hálfleik og stimplaði sig inn með því að skora þrennu á stuttum kafla. Jóhann Helgason skoraði svo fjórða og síðasta markið.