Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Magnús leggur skóna á hilluna - Þróttarar lögðu Reyni í lokaumferðinni
Magnús er hér með nokkrum félögum sínum í Þrótti.
Mánudagur 19. september 2016 kl. 10:56

Magnús leggur skóna á hilluna - Þróttarar lögðu Reyni í lokaumferðinni

Voga-Þróttarar lögðu nágranna sína úr Sandgerði í síðastu umferð 3. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu sl. laugardag. Lokatölur urðu 4-3 fyrir Vogamenn í skemmtilegum markaleik. Víðismenn, sem þegar höfðu tryggt sér sæti í 2. deild á næsta ári sigruðu í sínum lokaleik.

Heimamenn í Þrótti komust í 2-0 með mörkum Elvars Freys Arnþórssonar og Tómasar Inga Urbancic en Sandgerðingar jöfnuðu með tveimur mörkum Þorsteins Þorsteinssonar og Róberts F. Samaniego. Þá kom Magnús Ólafsson inn á hjá Þrótti og skoraði stuttu síðar og kom þeim í 3-2. Tómas Ingi bætti við fjórða markinu tveimur mínútum síðar en Sandgerðingar áttu síðastas orðið í leiknum þegar þeir minnkuðu muninn í 3-4 með marki Birgir Freys Sigurðssonar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sandgerðingar enduðu í 6.-7. sæti deildarinnar en Þróttarar í 5. sæti.
Víðismenn í Garði höfðu fyrir nokkru tryggt sér 2. sætið í deildinni en þeir sigruðu Vængi Júpiters í lokaumferðinni 0-2. Aleksandar Stojkovic og Sigurður Þór Hallgrímsson skoruð mörk Víðis.

Magnús hættur
Elsti leikmaður Þróttara í Vogum, hinn 44 ára Magnús Ólafsson, gaf það út fyrir leikinn gegn Reyni í Sandgerði að þetta yrði hans síðasti leikur. Kappinn var á varamannabekknum og kom inn á þegar um fjórðungur var eftir af síðari hálfleik. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði þriðja mark Þróttar á glæsilegan hátt.
Magnús fékk mynd frá félögum sínum eftir leikinn í tilefni af því að hann lék sinn 50. leik með Þrótti fyrr í sumar. Hann hefur lofað eiginkonu sinni og félögum í liðin að hann sé hættur í fótbolta „þangað til næst“.