Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Magnús í dómarahópi sem dæmir í Búlgaríu
Miðvikudagur 30. maí 2007 kl. 15:55

Magnús í dómarahópi sem dæmir í Búlgaríu

Knattspyrnudómarinn Magnús Þórisson frá Keflavík mun í næstu viku dæma sinn fyrsta A-landsleik í knattspyrnu en hann verður fjórði dómari í íslenska dómarahópnum sem heldur til Búlagríu. Magnús og íslenski hópurinn mun dæma leik Búlgaríu og Hvíta Rússlands og mun íslenski dómarahópurinn hafa nóg fyrir stafni í þessum grannaslag Austur-Evrópu þjóðanna.

 

Dómari leiksins verður Kristinn Jakobsson en aðstoðardómararnir eru þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Einar Sigurðsson og verður Magnús fjórði dómari í leiknum ytra.

 

Magnús hefur nú þegar fengið úthlutað sínu fyrsta UEFA Intertoto verkefni er hann mun dæma leik í Wales þann 30. júní næstkomandi. Magnús er tiltölulega nýorðinn UEFA dómari og er þar með fjórði dómarinn á Íslandi sem UEFA skírteini.

 

Dómarahópurinn var við leik Reynis og Þórs í 1. deild karla á dögunum og notaði hópurinn leikinn til þess að stilla saman strengi sína.

 

VF-mynd/ Jón Örvar ArasonMagnús og dómarahópurinn sem heldur utan í næstu viku. Magnús er annar frá vinstri á myndinni.

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024