Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Magnús Gunnarsson með B-liðinu í kvöld
Þriðjudagur 21. janúar 2014 kl. 16:03

Magnús Gunnarsson með B-liðinu í kvöld

Magnús Gunnarsson snýr aftur á parketið í kvöld en skyttan ætlar að reima á sig skóna fyrir leik Keflavíkur-B og ÍR sem fram fer í 8-liða úrslitum Poweradebikarsins í kvöld. Magnús staðfesti þetta í samtali við vefsíðuna Karfan.is þar sem hann sagðist ætla að ná sér í spilatíma, en Magnús er óðum að jafna sig af langvarandi meislum á hendi sem héldu honum frá körfubolta í þrjá mánuði.

Magnús sagði í samtali við VF í síðustu viku að hann stefndi að því að ná leik Keflvíkinga og Njarðvíkinga þann 27. janúar n.k. en þá eigast liðin við í TM-Höllinni í deildinni. Magnús talaði þar um að hafa haldið sér í þokkalegu standi á meðan hann glímdi við meiðslin en að hann skorti spilatíma. Með leiknum í kvöld fær Magnús tækifæri til þess að komast í leikæfingu fyrir grannaslaginn

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ég er í sæmilegu standi. Það er auðvitað allt öðruvísi að hlaupa á bretti en á vellinum. Ég hef þyngdst um 1,4 kíló síðan ég meiddist, það tel ég bara vera lítið miðað við mig og þá staðreynd að hafa verið frá í þrjá mánuði,“ sagði Magnús. Spennandi verður að sjá hvernig Magnús stendur sig með goðsögnunum í liðinu en hann ætti að þekkja vel til þeirra enda leikið með þeim flestum áður. Eins herma fregnir að Jón Nordal Hafsteinsson ætli að vera með en hann hefur ekki leikið körfubolta í óratíma.