Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Magnús Gunnarsson lætur meiðslin ekki hindra sig
Föstudagur 11. mars 2005 kl. 10:58

Magnús Gunnarsson lætur meiðslin ekki hindra sig

Magnús Gunnarsson fékk slæmt högg á nefið í leiknum gegn Grindavík í gær. Óttast var strax að Magnús væri nefbrotinn en hann segir það ekki skipta máli fyrir laugardaginn, hann ætlar að vera með.

„Það er ekki alveg komið í ljós hvort það sé brotið vegna mikillar bólgu, læknirinn vissi að það væri pottþétt brákað og jafnvel brotið og hann ráðlagði mér að hvíla í þrjár vikur“. Magnús er þekktur fyrir að vera baráttu jaxl og lét þessi orð læknisins sem vind um eyru fljóta „Nei það er ekki fræðilegur möguleiki að ég fari eftir því, ég fer í Reykjavík í dag og læt smíða á mig grímu, þetta er ekki leikur sem ég vill missa af. Alveg sama hvað kemur úr rannsóknum þá spila ég leikinn“. Magnús og Tarrel Taylor rákust saman undir körfunni og hlaut Magnús þungt högg á nef, „Hann var að djöflast undir körfunni og ég ætlaði að reyna að stela boltanum af honum og þá skullum við saman, hausinn á honum beint framan á nefið á mér, þetta var ekki minnsti hausinn undir körfunni“. Sagði Magnús sem mætir líklega með sérhannaða grímu í Grindavík á morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024