Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Magnús Gunnars: Hættum ekki fyrr en titillinn er okkar
Miðvikudagur 19. mars 2014 kl. 09:44

Magnús Gunnars: Hættum ekki fyrr en titillinn er okkar

Úrslitakeppni karla hefst á morgun

Keflvíkingurinn Magnús Gunnarsson er óðum að komast í fyrra form og hann virðist vera klár í slaginn fyrir úrslitakeppnina sem hefst á morgun. Keflvíkingar hefja hins vegar leik á föstudag en þá mæta Stjörnumenn í heimsókn. Magnús var í stuttu viðtali á heimasíðu Keflavíkur þar sem hann kveðst vera klár í slaginn.

„Ef liðið er ekki tilbúið núna þá verðum við aldrei tilbúnir. Þetta er tíminn til þess að láta ljós sitt skína,“ segir fyrirliðinn. Hann segir núverandi Keflavíkurlið vera eitt af þeim bestu sem hann hafi leikið með og telur hann liðið hafa alla burði til þess að vinna sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. „Þetta lið er með þeim bestu sem ég hef spilað fyrir og það fer alla leið, ég held að það sé ekki spurning.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflvíkingar hafa undanfarin tvö ár þurft að fara í snemmbúið sumarfrí eftir viðureign gegn Stjörnunni. Magnús telur að svo verði akki í ár.
„Við þurfum að gera það sem þjálfarinn biður okkur um og þá erum við í góðum málum. Það má ekki mikið hugsa um síðustu tvö ár enda skipta þau engu máli núna. Við hugsum um stað og stund og njótum þess að spila fyrir Keflavík,“ en Magnús segir að lokum að liðið spili betur þegar stemning sé í TM-höllinni.

„Það hefur sýnt sig að við spilum betur og það er skemmtilegra þegar lætin eru mikil. Ég vil auðvitað fá trommur og læti og ef það kemur trommusveit þá lofa ég góðum úrslitum og skemmtilegri úrslitakeppni. Allir að mæta og við hættum ekki fyrr en titillinn er okkar.“