Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Magnaður sigur á Hlíðarenda
Rúnar Þór hér í fyrri leik liðanna en þann leik vann Keflavík einnig, 1:0. VF-myndir: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 11. júlí 2022 kl. 21:23

Magnaður sigur á Hlíðarenda

Keflvíkingar mættu Val á Hlíðarenda í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld en fyrir leikinn voru Keflvíkingar í sjöunda sæti deildarinnar. Eftir ótrúlega frammistöðu lauk leiknum með þriggja marka sigri Keflvíkinga og fyrir vikið er Keflavík nú komið í efri hluta deildarinnar.

Valsarar voru sterkari í byrjun leiks en vörn Keflvíkinga var þétt og náði að bægja öllu hættum frá marki sínu. Eftir um hálftíma leik tók Keflavík hornspyrnu og þegar Patrik Johannesen var við það að koma boltanum yfir marklínuna var brotið á honum. Rautt spjald og víti sem Johannesen tók sjálfur og kom Keflavík í forystu.

Adam Ægir kom mikið við sögu í leiknum í kvöld, skoraði og lagði upp mark.

Í seinni hálfleik setti Valur aukið púður í sóknarleikinn en sem fyrr var vörn Keflvíkinga þétt fyrir. Með ákafari sóknarleik opnaðist vörn Valsmanna fyrir skyndisóknum Keflavíkur og á 75. mínútu bætti Adam Ægir Pálsson við öðru marki Keflvíkinga eftir sendingu frá Rúnari Þór Sigurgeirssyni. Markið kom eftir hornspyrnu Vals sem Sindri Kristinn Ólafsson tók og var fljótur að koma boltanum í leik, gaf á Rúnar Þór sem sendi boltann áfram á Adam Ægi þar sem hann var á auðum sjó og afgreiddi boltann snyrtilega fram hjá markverði Vals.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Skömmu fyrir leikslok höfðu Rúnar og Adam Ægir hlutverkaskipti, þá gaf Adam Ægir á Rúnar sem var nú á auðum sjó og gulltryggði magnaðan sigur á Val, 0:3.

Keflavík er sem fyrr segir nú komið í efri hluta Bestu deildar karla en þegar fyrri hluta Íslandsmótsins lýkur halda liðin áfram keppni í efri og neðri hluta deildarinnar.