Maggi Gunn heitur í sigri Keflavíkur í Grindavík
Keflavík varð í fyrst liða í Dominos-deild karla til að ná sér í sigur á heimavelli Íslandsmeistara Grindavíkur. Liðin áttust við í gær og hitnaði Magnús Þór Gunnarsson heldur betur þegar Keflvíkingar létu 106 stigum rigna yfir gula Grindvíkinga, lokatölur 98-106 Keflavík í vil.
Grindvíkingar skoruðu fyrstu 6 stig leiksins en Keflvíkingar komust í gang og voru liðin jöfn eftir miðjan leikhlutann og endaði hann 28-28. Leikurinn gekk vel og virtist ætla að vera drengilegur leikur.
Í öðrum leikhluta fór að hitna í kolunum. Grindvíkingar komust 9 stigum yfir og endaði hann 62-53. Þorleifur Ólafsson setti niður seinustu 2 stigin þar sem hann stal boltanum þegar Andri Daníelsson var að taka boltann inn eftir að Þorleifur sjálfur hafði skorað 2 stiga lay-up. Voru einungis 2 sekúndur eftir og virtust allir hættir að spila leikhlutann og farnir að huga að hálfleik.
Þriðji leikhluti hélt áfram á sama hátt og endaði hann 85-88 Keflavík í vil. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum var boltinn í lausu lofti og var hart barist um hann sem endaði með því að Michael Craion kastaði sér í áttina að bekknum hjá Keflvíkingum á eftir boltanum og hélt honum í leik en tók með sér þrjá liðsfélaga í fallinu. Engin óskastaða að verða fyrir þessum öfluga skrokk á mikilli ferð.
Í fjórða leikhluta var mikil spenna en Keflvíkingar komust yfir í byrjun leikhlutans og héldu því þannig út leikinn. Enduðu þeir leikinn með átta stiga sigri 98-106. En Keflvíkingum líkaði eitthvað við það að vera skjóta sér á eftir boltanum þetta kvöldið þar sem Billy Baptist endaði upp í stúku eftir að hafa kastað sér á eftir boltanum. Sem betur fer fór ekki illa en hann lenti hjá Ástvaldi sem er mikill stuðningsmaður Keflvíkinga.
Mikil spenna var í þessum leik. Stúkan var jafn æst og hinir sem tóku þátt í leiknum og lét heyra í sér. Ólafur Ólafsson er allur að koma til eftir meiðslin og sýndi hann að stökk-krafturinn er ekki horfinn þó hann hafi ekki troðið. Hann spilaði 15 mínútur í leiknum og á þeim skoraði hann 10 stig og var með 4 fráköst.
Stigahæstur fyrir Grindvíkinga var Aaron Broussard með 36 stig og 8 fráköst. Samuel Zeglinski var með 20 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson var með 15 stig og 9 fráköst.
Stigahæstur fyrir Keflvíkinga var Magnús Þór Gunnarsson með 27 stig þar af voru 21 stig úr þriggja stiga. Darrel Keith Lewis var með 24 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar. Michael Craion var með 22 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar. Billy Baptist var með 19 stig og 12 fráköst.
Grindavík-Keflavík 98-106 (28-28, 34-25, 23-35, 13-18)
Grindavík: Aaron Broussard 36/8 fráköst, Samuel Zeglinski 20/8 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 15/9 fráköst, Ólafur Ólafsson 10/4 fráköst, Þorleifur Ólafsson 6/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 6/4 fráköst/5 stoðsendingar, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Ryan Pettinella 2.
Keflavík: Magnús Þór Gunnarsson 27, Darrel Keith Lewis 24/9 fráköst/6 stoðsendingar, Michael Craion 22/10 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Billy Baptist 19/12 fráköst, Valur Orri Valsson 12, Ragnar Gerald Albertsson 2.
Mynd og umfjöllun/Karfan.is