Maggi „gun“ þristakóngur
Magnús Þór Gunnarsson leikmaður UMFN sigraði hina árlegu þriggja stiga keppni sem haldin var í tengslum við Stjörnuleikshátíð KKÍ um helgina.
Magnús endaði með 16 stig en næst á eftir honum kom Sean Burton úr Snæfelli með 15 stig. Í þriðja sæti var svo gamla stórskyttan úr Keflavík, Guðjón Skúlason með 9 stig.
Hinn ungi og efnilegi Ólafur Ólafsson úr Grindavík endaði í öðru sæti í troðslukeppninni, en hann hafði skorað á alla erlenda sem og íslenska leikmenn í deildinni að mæta sér í þeirri keppni.
Ólafur sýndi skemmtileg tilþrif en rétt mistókst að klára síðustu troðsluna þar sem hann hoppaði yfir Ægi Þór Steinarsson, leikmann Fjölnis, með höndina fyrir augunum, en boltinn skoppaði af hringnum og var troðslan
því ekki tekin gild.
Í forkeppninni var Ólafur efstur ásamt John Davis með 24 stig.
Myndir: karfan.is