Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mætir á morgunæfingar og í metabolic
Miðvikudagur 25. janúar 2017 kl. 10:18

Mætir á morgunæfingar og í metabolic

Körfuboltasnillingur vikunnar

Njarðvíkingurinn Vilborg Jónsdóttir er körfuboltasnillingur Víkurfrétta þessa vikuna. Hún á sér markmið um að komast í atvinnumennsku. Hún hefur alltaf haldið með Golden State og hennar eftirlætis leikmaður er Logi Gunnarsson.

Aldur og félag: 14 ára/Njarðvík.

Hvað æfir þú oft í viku? Fimm körfuboltaæfingar, tvær morgunæfingar og einn metabolic tími.

Hvaða stöðu spilar þú? Ég spila dripplara eða ás.

Hver eru markmið þín í körfubolta? Markmið mín eru að verða atvinnumaður í körfu.

Skemmtilegasta æfingin? Það eru allar æfingar skemmtilegar en skemmtilegustu eru varnaræfingarnar.

Leiðilegasta æfingin? Það er engin leiðinleg æfing bara mis skemmtilegar.

Eftirlætis körfuboltamaður/kona á Íslandi? Uppáhalds leikmaðurinn minn á Íslandi er Logi Gunnarsson í Njarðvík.

Eftirlætis körfuboltamaður/kona í NBA? Uppáhalds leikmaðurinn minn i NBA er Klay Thompson

Lið í NBA? Alltaf haldið með Golden state.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Skyttan Klay Thompson er í miklu uppáhaldi hjá Vilborgu.