Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mæðgur í svartbeltispróf í fyrsta skipti
Þriðjudagur 8. október 2013 kl. 12:06

Mæðgur í svartbeltispróf í fyrsta skipti

Ástrós Brynjarsdóttir, taekwondo-kona Íslands 2012 og móðir hennar, Kolbrún Guðjónsdóttir, munu fara saman í taekwondo svartbeltispróf 19. október nk. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem foreldri fer með barninu sínu í svartbeltispróf í taekwondo á Íslandi.

Þess má geta að Jón Steinar Brynjarsson, sonur Kolbrúnar og bróðir Ástrósar, er líka með svart belti og yngsti fjölskyldumeðlimurinn er einnig í taekwondo hjá Keflavík þannig að þetta er sannkölluð taekwondo fjölskylda.

Aðrir sem fara í próf eru:

Kristmundur Gíslason - Íslandsmeistari, landsliðsmaður, þjálfari og Taekwondo maður Íslands 2012.

Karel Bergmann Gunnarsson - Íslandsmeistari og landsliðsmaður.

Sverrir Örvar Elefsen - landsliðsmaður, Íslandsmeistari og íþróttamaður Sandgerðis 2012.

Ágúst Kristinn Eðvarðsson - Norðurlandameistari.

Victoría Ósk Anítudóttir - margfaldur verðlaunahafi í taekwondo. (Bróðir hennar er líka með svart belti og móðir hennar með rautt belti).

Svanur Þór Mikaelsson - Íslandsmeistari og landsliðsmaður

Björn Lúkas Haraldsson - margfaldur Íslands og Norðurlandameistari í þremur íþróttagreinum, Íþróttamaður Grindavíkur 2012.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024