Lýsingarbikarinn: Keflavík B mætir Grindavík
Dregið var í 16-liða úrslitum Lýsingarbikarsins í körfuknattleik í dag. Þrjú Suðursnesjalið voru í pðottinum og drógust tvö þeirra saman, Keflavík B og Grindavík. Meistaraflokkur Keflavíkur sækir Fjölni heim, en þeir töpuðu þar í deildinni fyrr í vetur.
Leikið verður 10. des, nema Fjölnir-Keflavík sem verður 8. des.
Fjölnir - Keflavík
Keflavík b - Grindavík
Tindastóll - KR
ÍR - Stjarnan
FSu - Mostri
Hamar/Selfoss - Þór Þ.
Valur - Skallagrímur
Hvíti riddarinn - KR b