Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Lýsingarbikarinn: Góður dagur fyrir Suðurnesjaliðin
Sunnudagur 26. nóvember 2006 kl. 22:33

Lýsingarbikarinn: Góður dagur fyrir Suðurnesjaliðin

Grindavík sigraði Snæfell í stórleik dagsins í Lýsingarbikarkeppni karla í körfuknattleik, 82-87. Þá komst Keflavík áfram eftir góðan sigur á Hetti á Egilsstöðum og Keflavík B, sem var með nokkra valinkunna kappa innanborðs, sigraði KFÍ á Ísafirði, 92-98. Auk þess má nefna að UMFN B reyndi verulega á úrvalsdeildarlið Hamars/Selfoss.

 

Í Röstinni í kvöld byrjuðu Snæfellingar betur en Grindvíkingar komu sterkir inn í þriðja leikhluta og náðu þar stjórn á leiknum. Þeir Adam Darboe og Steven Thomas fóru fyrir Grindvíkingum með 18 og 23 stig, en Þorleifur Ólafsson kom þeim næstur með 16 stig.

 

Úrslit og Tölfræði leikjanna

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024