Lýsingarbikarinn: Góður dagur fyrir Suðurnesjaliðin
Grindavík sigraði Snæfell í stórleik dagsins í Lýsingarbikarkeppni karla í körfuknattleik, 82-87. Þá komst Keflavík áfram eftir góðan sigur á Hetti á Egilsstöðum og Keflavík B, sem var með nokkra valinkunna kappa innanborðs, sigraði KFÍ á Ísafirði, 92-98. Auk þess má nefna að UMFN B reyndi verulega á úrvalsdeildarlið Hamars/Selfoss.
Í Röstinni í kvöld byrjuðu Snæfellingar betur en Grindvíkingar komu sterkir inn í þriðja leikhluta og náðu þar stjórn á leiknum. Þeir Adam Darboe og Steven Thomas fóru fyrir Grindvíkingum með 18 og 23 stig, en Þorleifur Ólafsson kom þeim næstur með 16 stig.