Lýsingarbikarinn: 32-liða úrslitum lýkur í dag
Sex leikir fara fram í Lýsingarbikarkeppni karla í körfuknattleik og þar með lýkur 32 liða úrslitum keppninnar. Nú þegar er 10 leikjum lokið í keppninni og því sex lið sem komast áfram í 16 liða úrslitin í dag.
Leikir dagsins eru eftirfarandi:
19.15: DHL-Höllin, KR B - Fjölnir
18.00: Vodafone höllin, Valur B - UMFN
16.00: Stykkishólmur, Mostri - ÍR
16.00: Keflavík, Keflavík B - Þór Ak.
15.00: Vestmannaeyjar, ÍBV - Keflavík
13.30: Egilsstaðir, Höttur - KV