Lyn tapar stigum í toppbaráttunni
Lyn tapaði gegn Molde 2-0 í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á sunnudag. Þetta er þriðji leikur Lyn í röð án sigurs en Jóhann Guðmundsson hefur ekki spilað neitt í þessum leikjum sökum meiðsla og munar þar greinilega um minna. Mörkin í leiknum komu mjög seint en Lyn heldur þó samt sem áður toppsæti deildarinnar þrátt fyrir tapið.Lyn er nú aðeins tveimur stigum á undan næsta liði sem er Rosenborg. Lyn er með 35 stig eftir 17 umferðir en Rosenborg er með 33 stig og þar á eftir koma lið Molde og Stabæk með 33 stig.