Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 16. maí 2002 kl. 20:24

Lyn með sjö stiga forskot á toppnum

Jóhann B. Guðmundsson og félagar í Lyn fara hamförum þessa dagana í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Í dag sigruðu þeir Bodo Glimt 3-1 og eru því enn á toppnum með 21 stig, sjö stigum á undan næsta liði. Jóhann Birnir var í byrjunarliði Lyn en var tekin útaf á 75. mínútu þegar Lyn leiddi 3-0.Þess má geta að Lyn hefur núna unnið fleirri leiki en þeir unnu á öllu tímabilinu í fyrra. Þeir hafa unnið sjö leiki en í fyrra unnu þeir sex. Þeir eru komnir með 21 stig en á síðasta tímabili enduðu þeir með 24 stig.
Jóhann sagði í samtali við Víkurfréttir honum hefði gengið vel á tímabilinu og á meðan liðið sigraði væri hann sáttur, enda ekki annað hægt þegar árangurinn er slíkur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024