Lyn komið með sjö stiga forskot í norsku deildinni
Lyn sigraði Lilleström, 0-1, á útivelli í dag í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Jóhann Birnir Guðmundsson spilaði allan leikinn í fremstu víglínu og átti nokkur góð færi en náði þó ekki að skora. Það var Helgi Sigurðsson sem skoraði sigurmarkið á 80. mínútu.Lyn er í efsta sæti deildarinnar með 34 stig, sjö stigum á undan Molde sem er í öðru sæti.