Lúkas Grindavíkurþjálfari rekinn
Lúkas Kostic hefur verið rekinn sem þjálfari Pepsi-deildarliðs Grindavíkur í knattspyrnu. Liðið tapaði fjórða leiknum í röð í deildini í gær gegn Val.
„Stjórn knattspyrnudeildar Grindavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Lúkas Kostic stígi til hliðar sem þjálfari liðsins,“ segir í fréttatilkynningu frá UMFG.
Grindavíkurliðið hefur ekki unnið sigur í síðustu tíu leikjum. LIðið endaði síðustu leiktíð með fimm tapsigrum og einu jafntefli og hafa ekki unnið leik síðan þeir unnu FH á útivelli í ágúst í fyrra.
Í fréttatilkynningu frá UMFG segir að nýr þjálfari verði brátt tilkynntur til sögunnnar.