Lórý og Jóhann sigruðu á SBK-móti PS
Í gær, 30 júní, fór fram Púttmót styrkt af SBK, 36 mættu til leiks að Mánatúni, en vegna rigningar varð að flytja það til, og var keppt í Röstinni, ástæða flutnings var að Partýtjald, sem Húsasmiðjan hafði gefið Púttklúbbnum var eyðilagt og var þess vegna ekkert skjól fyrir ritara, en að vanda voru leiknar 2x 18 holur og urðu sigurvegara, sem hér segir:
Konur: 1. sæti Lórý Erlingsdóttir á 64 höggum
2. sæti Ósk Valdimarsd. á 66 höggum
3. sæti Gunnlaug Ólsen á 70 höggum
Bingó verðlaun hlaut Lórý einnig. Hún var með 11 bingó
Karlar: 1. sæti Jóhann R Benediktsson á 65 höggum
2. sæti Gústaf Ólafsson á 65 höggum
3. sæti Högni Oddsson á 66 höggum
Jóhann vann Gústaf í bráðabana um 1 sæti
Högni vann Garðar Jónsson í bráðabana um 3 sæti
Bingó verðlaut hlaut svo Böðvar Pálsson með 11 bingó,en hann vann Högna í bráðabana sem einnig var með 11.
Verðlaunaafhending fór fram í Hvammi að viðstöddum fulltrúa SBK Ólafi Guðbergssyni.
Næsta mót verður 7. júlí kl 13.00.