Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Lokuðu Reykjavíkurleikunum með stæl
Þriðjudagur 27. janúar 2015 kl. 09:45

Lokuðu Reykjavíkurleikunum með stæl

Taekwondofólk frá Keflavík átti frábæru gengi að fagna á Reykjavíkurleikunum (Reykjavík International Games), sem lauk fyrir skömmu. Liðinu var svo falið að sjá um lokaatriði mótsins en þar sýndu þau sannarlega listir sínar. Sjá má lokaathöfn hátíðarinnar hér í myndbandi að neðan, en Keflvíkingar mæta til leiks á 13. mínútu og ljúka hátíðinni með glæsibrag.

RIG er fjölgreinamót sem haldið er árlega og tekur tvær helgar. Taekwondo hefur verið keppnisgreina á leikunum síðustu þrjú ár. Keppendur frá Keflavík hafa ávallt verið valin keppendur mótsins og deildin hefur verið fengin til að halda sýningarnar í kringum leikana sem hluti af setningar eða lokahátíðinni. Ágúst Kristinn Eðvarðsson og Ástrós Brynjarsdóttir frá Keflavík, voru valin taekwondo keppendur leikanna og fengu það hlutverk að vera með í opnunnaratriðinu sem fánaberar. Það hefur vakið athygli þeirra sem standa að sýningunum að taekwondo iðkendurnir ná góðum og áhorfendavænum sýningum, en deildin hefur staðið að sýningum um land allt í áraraðir og ýmsu vön.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024