Loksins sigur hjá Njarðvík – Grindavík í annað sætið
Keflavík var í öðru sæti IEX-deilar karla svona rétt aðeins til að halda því heitu fyrir Grindvíkinga sem í gær lögðu KR í 9. umferð deildarinnar. Þeir tóku þar með annað sætið, komnir með 14 stig, tveimur stigum á eftir Snæfelli sem situr á toppnum. Leikurinn fór fram í Röstinni og var nokkuð jafn í fyrri hálfleik. Gestirnir höfðu þremur stigum betur í hálffleik, 42-39. Grindavík náði undirtökunum í seinni hálffleik og sigruðu með 10 stiga mun, 87-77. Jeremy Kelly var stigahæstur í liði Grindavíkur með 20 stig.
Njarðvíkingar tóku á móti Haukum og unnu kærkominn sigur eftir slakt gengi undanfarið. Lokatölur urðu 80-67. Njarðvík byrjaði betur og hafði fimm stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, 21-16. Haukar voru ekkert á því að hleypa þeim of langt frá sér og í lok þriðja leikhluta munaði aðeins 1 stigi á liðunum, 55-54 Njarðvík í vil. Við svo búið tóku Njarðvíkingar málin í sínar hendur og rúlluðu yfir gestina, skoruðu 25 stig á móti aðeins 13 stigum Hauka. Christopher Smith var stigahæstur í liði Njarðvíkur með 22 stig og 13 fráköst.