Loksins inniaðstaða fyrir brettafólk á Suðurnesjum
Undafarna daga hafa áhugasamir krakkar um veggjalist, svo kallað grafiti verið að mála veggina í gömlu Fiskiðjunni í Keflavík. Þar hefur verið ákveðið að búa til tímabundna inniaðstöðu fyrir brettafólk á Suðurnesjum en þetta var ákveðið í samvinnu við nýstofnað Brettafélag Suðurnesja. Stefán Bjarkason, Íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar, sagði í samtali við Víkurfréttir að Reykjanesbær hefði fundað með brettafélaginu og eftir það hefði verið ákveðið að ráðast í þessa framkvæmd.„Við fengum Kristján Jóhannsson (Stjána Meik) til að sjá um þetta fyrir okkur og hefur hann verið í því að vinna við brettapallana og það sem brettafólkið taldi nauðsynlegt í þessa aðstöðu“, sagði Stefán og bætti því við að Kristján væri einnig að mála nýju félagsmiðstöðina fyrir unglinga sem er til húsa að Hafnargötu 88.
Stefán sagði að þeir hefðu farið eftir óskum brettafólksins á svæðinu og þetta væri góð leið til að virkja þetta nýja félag. Hann sagði að krökkunum hefði verið gert ljóst að þetta væri eingöngu tímabundið húsnæði þar sem ætti að rífa það. „Það vantaði inniaðstöðu fyrir brettafólk á Suðurnesjum og þetta mun koma til með að breyta því. Ástæðan fyrir því að við leifum grafiti fólki að nota veggi staðarins undir sína list er sú að við viljum koma til móts við þá sem stunda þetta. Þetta ætti líka að koma í veg fyrir að krakkarnir séu að krota á aðra staði en það hefur reyndar verið lítið vandamál í Reykjanesbæ“.
Stefán sagði að þeir hefðu farið eftir óskum brettafólksins á svæðinu og þetta væri góð leið til að virkja þetta nýja félag. Hann sagði að krökkunum hefði verið gert ljóst að þetta væri eingöngu tímabundið húsnæði þar sem ætti að rífa það. „Það vantaði inniaðstöðu fyrir brettafólk á Suðurnesjum og þetta mun koma til með að breyta því. Ástæðan fyrir því að við leifum grafiti fólki að nota veggi staðarins undir sína list er sú að við viljum koma til móts við þá sem stunda þetta. Þetta ætti líka að koma í veg fyrir að krakkarnir séu að krota á aðra staði en það hefur reyndar verið lítið vandamál í Reykjanesbæ“.