SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Íþróttir

Loksins hola í höggi hjá Georg
Georg náði loksins draumahögginu.
Mánudagur 20. júní 2016 kl. 13:39

Loksins hola í höggi hjá Georg

Úrsmiðurinn þaulreyndi, Georg V. Hannah, fagnaði þjóðhátíðardeginum með heldur óvenjulegum hætti í ár. Georg sem hefur lagt stund á golfíþróttina í tæpa hálfa öld gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi þann 17. júní á Hólmsvelli í Leiru.

Draumahöggið kom á áttundu braut en hún er um 130 metrar. Georg var með 7-tré sem vopnið í högginu og hitti boltann ágætlega sem lenti í flatarkanti og rúllaði ofan í, án þess að úrsmiðurinn sæi það enda liggur brautin nokkuð upp í móti og því sjá kylfingar ekki alltaf í holu.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

„Þetta er búið að taka tímana tvenna en gaman þegar það kemur loksins,“ sagði Georg, sem hefur haft Leiruna sem sitt annað heimili í hálfa öld. Með honum í ráshópi voru kona hans Eygló Geirdal og Jón Kr. Magnússon.

Georg getur nú boðið Eygló á Hótel Keflavík í gistingu og huggulegheit því hótelið gefur öllum þeim sem fara holu í höggi á þessu ári gistingu með morgunmat.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025