Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Loksins!
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 29. ágúst 2020 kl. 17:45

Loksins!

„Þetta var fáránleg tilfinning!“

Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, tífaldur klúbbmeistari Golfklúbbs Suðurnesja, er einn besti kylfingur sem Suðurnesin hafa alið. Hann hefur verið lengi í keppnisgolfi og er enn að, Rúnar varð stigameistari Golfsambands Íslands árið 2001 og endaði í sjöunda sæti á mótaröð GSÍ í ár. Afrekalistinn er langur; Rúnar hefur fengið óteljandi fugla, erni og meira að segja albatros ... en eitt átti hann eftir – að fara holu í höggi.

Fáránleg tilfinning

Það átti eftir að breytast í dag þegar Rúnar tók þátt í lokamóti mótaraðar GS, Langbest-mótinu. Þegar hann lék áttundu brautina...:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Þá sló ég fullkomið högg. 121 metrar með sjö-járni, hélt honum lágum og svo hvarf hann. Ég hugsaði að hann væri sennilega of langur fyrst við sæum ekki boltann en svo lá hann bara þarna í holunni.“

– Og hvernig tilfinning var þetta?

„Alveg fáránleg. Ég var búinn að leika ágætlega, var á parinu þegar ég kom á áttundu. Ég hefði alveg verið til í hætta eftir níu. Ég fékk skolla á tíundu og eleftu ... og stóð alveg á sama.“

Strokar þetta út af „Bucket“-listanum

– Það fækkar því sem þú átt eftir að afreka í golfinu.

„Já, ég get strokað þetta út af „Bucket“-listanum. Þá á ég bara eftir að sigra Íslandsmót 35 ára og eldri – geri það á næsta ári!,“ segir Guðmundur Rúnar skælbrosandi eftir að hafa náð langþráðu takmarki en Rúnar byrjaði í golfi árið 1983.