Loks sigur hjá Keflavík!
Keflvíkingar unnu loks sigur í Landsbankadeildinni þegar þeir lögðu KA á heimavelli sínum, 1-0.
Keflvíkingar höfðu ekki sigrað í fjórum leikjum í röð en eru komnir í fimmta sæti deildarinnar.
Leikurinn í kvöld fór fram í fallegu veðri en boltinn sem var spilaður var ekki eins fallegur. Leikurinn einkenndist af gríðarlegri baráttu og glannalegum tæklingum og hafði leikmönnum fækkað á vellinum undir lokin.
Fyrstu mínúturnar voru liðin að þreifa fyrir sér en heimamenn tóku stjórnina áður en langt um leið.
Þórarinn Kristjánsson átti fyrsta markverða færi leiksins á 13. mínútu. Þar fékk hann góða sendingu fyrir markið frá Guðjóni Antoníussyni en skalli hans fór rétt yfir.
Til tíðinda dró á 22. mín þegar Zoran Ljubicic óð upp völlinn allt inn í vítateig þar sem Ronny Hartvig braut á honum. Ágætur dómari leiksins, Kristinn Jakobsson, dæmdi réttilega víti og Þórarinn Kristjánsson skoraði örugglega úr vítaspyrnunni með hnitmiðuðu skoti í hægra markhornið.
Eftir markið tóku Keflvíkingar öll völd og settu pressu á Akureyringa. Guðmundur Steinarsson og Scott Ramsey áttu góð færi á mínútunum eftir markið og Þórarinn var nálægt því að bæta sínu öðru marki við þegar hann skaut yfir af stuttu færi.
KA voru afar bitlausir í fyrri hálfleiknum og heimamenn hefðu getað haft meira forskot í leikhléi.
Seinni hálfleikur byrjaði á sömu nótum þar sem Hólmar Örn Rúnarsson og Þórarinn komust í ákjósanleg færi sem markvörður og varnarmenn Norðanmanna komust fyrir.
Eftir klukkutíma leik urðu kaflaskil í leiknum þar sem Keflvíkingnum Scott Ramsey var vikið af velli. Honum og Erni Kató Haukssyni lenti saman eftir sóðalega tæklingu Arnar á Ramsey. Þeir fengu báðir gul spjöld og þar sem Skotinn hafði verið áminntur skömmu áður fékk hann reisupassann.
Síðasta hálftímann lágu Keflvíkingar aftarlega á vellinum og vörðust fimlega en KA menn voru bitlausir fram á við. Þeirra hættulegasta færi kom undir lok venjulegs leiktíma þegar Ronny Hartvig átti góða skalla sem Ólafur Gottskálksson varði vel.
„Þetta var baráttusigur, sérstaklega eftir að við misstum mann útaf,“ sagði Haraldur Guðmundsson i leikslok. „Við erum búnir að leggja upp með að berjast allan tímann alla leiki. Í síðustu leikjum er búin að vera mjög góð vinnsla í liðinu og við erum að vona að það fari að skila sér í stigum.“
„Það var kominn tími á að fá þrjú stig,“ sagði Milan Jankovic í leikslok. „Við þurftum að berjast í 30 mínútur gegn því að fá mark á okkur og það tókst.“
Nánari umfjöllun um leik Grindavíkur og ÍBV á morgun...
Keflvíkingar höfðu ekki sigrað í fjórum leikjum í röð en eru komnir í fimmta sæti deildarinnar.
Leikurinn í kvöld fór fram í fallegu veðri en boltinn sem var spilaður var ekki eins fallegur. Leikurinn einkenndist af gríðarlegri baráttu og glannalegum tæklingum og hafði leikmönnum fækkað á vellinum undir lokin.
Fyrstu mínúturnar voru liðin að þreifa fyrir sér en heimamenn tóku stjórnina áður en langt um leið.
Þórarinn Kristjánsson átti fyrsta markverða færi leiksins á 13. mínútu. Þar fékk hann góða sendingu fyrir markið frá Guðjóni Antoníussyni en skalli hans fór rétt yfir.
Til tíðinda dró á 22. mín þegar Zoran Ljubicic óð upp völlinn allt inn í vítateig þar sem Ronny Hartvig braut á honum. Ágætur dómari leiksins, Kristinn Jakobsson, dæmdi réttilega víti og Þórarinn Kristjánsson skoraði örugglega úr vítaspyrnunni með hnitmiðuðu skoti í hægra markhornið.
Eftir markið tóku Keflvíkingar öll völd og settu pressu á Akureyringa. Guðmundur Steinarsson og Scott Ramsey áttu góð færi á mínútunum eftir markið og Þórarinn var nálægt því að bæta sínu öðru marki við þegar hann skaut yfir af stuttu færi.
KA voru afar bitlausir í fyrri hálfleiknum og heimamenn hefðu getað haft meira forskot í leikhléi.
Seinni hálfleikur byrjaði á sömu nótum þar sem Hólmar Örn Rúnarsson og Þórarinn komust í ákjósanleg færi sem markvörður og varnarmenn Norðanmanna komust fyrir.
Eftir klukkutíma leik urðu kaflaskil í leiknum þar sem Keflvíkingnum Scott Ramsey var vikið af velli. Honum og Erni Kató Haukssyni lenti saman eftir sóðalega tæklingu Arnar á Ramsey. Þeir fengu báðir gul spjöld og þar sem Skotinn hafði verið áminntur skömmu áður fékk hann reisupassann.
Síðasta hálftímann lágu Keflvíkingar aftarlega á vellinum og vörðust fimlega en KA menn voru bitlausir fram á við. Þeirra hættulegasta færi kom undir lok venjulegs leiktíma þegar Ronny Hartvig átti góða skalla sem Ólafur Gottskálksson varði vel.
„Þetta var baráttusigur, sérstaklega eftir að við misstum mann útaf,“ sagði Haraldur Guðmundsson i leikslok. „Við erum búnir að leggja upp með að berjast allan tímann alla leiki. Í síðustu leikjum er búin að vera mjög góð vinnsla í liðinu og við erum að vona að það fari að skila sér í stigum.“
„Það var kominn tími á að fá þrjú stig,“ sagði Milan Jankovic í leikslok. „Við þurftum að berjast í 30 mínútur gegn því að fá mark á okkur og það tókst.“
Nánari umfjöllun um leik Grindavíkur og ÍBV á morgun...