Loks kom sigur hjá Njarðvík
Njarðvíkingar unnu sinn annan leik á tímabilinu í Domino’s deildinni í körfubolta þegar þeir lögðu Valsmenn á útivelli í gærkvöldi. Lokatölur urðu 53:77.
Í hálfleik munaði aðeinu einu stigi á liðunum. Í síðari hálfleik tóku Njarðvíkingar öll völd á vellinum og hreinlega rústuðu Valsmönnum sem skoruðu ekki nema 17 stig í síðari hálfleik á meðan Njarðvík raðaði inn 42 stigum.
Njarðvík: Mario Matasovic 16/9 fráköst, Wayne Ernest Martin Jr. 13/5 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 12, Logi Gunnarsson 10, Chaz Calvaron Williams 8/7 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 8/5 fráköst, Kristinn Pálsson 6/5 fráköst, Jon Arnor Sverrisson 2/9 fráköst, Kyle Steven Williams 2, Arnór Sveinsson 0, Veigar Páll Alexandersson 0, Guðjón Karl Halldórsson 0.